Krist­ín Þóra Harðardótt­ir og Sig­urður Ólafs­son ráðgjaf­ar hjá Gott & Gilt skrifa:

Flest starfs­fólk vill standa sig vel í vinnu og vera á góðum vinnustað. Það er eng­um til góðs að stjórn­andi horfi í gegn­um fing­ur sér og grípi ekki til aðgerða þegar kem­ur að brot­um á starfs­skyld­um eða óæski­legri hegðun á vinnustað. Oft­ast næg­ir að leiðbeina starfs­fólki en dugi það ekki er betra að veita áminn­ingu fyrr en síðar og freista þess að leiðrétta kúrsinn svo kom­ast megi hjá af­drifa­rík­ari aðgerðum.

Á al­menna vinnu­markaðnum er gagn­kvæm­ur upp­sagn­ar­rétt­ur meg­in­regl­an sem þýðir að báðir aðilar ráðning­ar­samn­ings geta sagt hon­um upp með samn­ings­bundn­um fyr­ir­vara án þess að gefa upp sér­stak­ar ástæður fyr­ir upp­sögn­inni. Ákveðnir hóp­ar njóta þó vernd­ar jafnt á al­menna og op­in­bera vinnu­markaðnum og er mik­il­vægt að stjórn­end­ur þekki til þeirra reglna sem um það gilda.

Á op­in­ber­um vinnu­markaði eru at­vinnu­rek­end­um sett­ar meiri skorður og al­mennt ekki gert ráð fyr­ir því að segja megi upp ráðning­ar­samn­ingi án þess að fyr­ir liggi mál­efna­leg­ar ástæður. Þegar kem­ur að atriðum sem varða frammistöðu eða hegðun starfs­fólks kem­ur ekki til upp­sagna nema að und­an­geng­inni áminn­ingu.

Það er óhætt að full­yrða að áminn­ing­ar eru ekki mikið notaðar í op­in­bera geir­an­um og að marg­ir stjórn­end­ur eru hik­andi við að beita þeim. Fyr­ir þessu eru ýms­ar ástæður og það má ekki gleyma því að lang­flest starfs­fólk sinn­ir auðvitað störf­um sín­um með sóma og fer eft­ir þeim regl­um sem gilda á vinnustað. Önnur ástæða er að rík til­hneig­ing er til að líta ávallt á áminn­ing­ar sem und­an­fara upp­sagn­ar en ekki eðli­lega leið í mannauðsstjórn­un.

Á op­in­ber­um vinnu­markaði gilda eins og áður seg­ir ákveðnar regl­ur um rétt­indi starfs­fólks en það þýðir ekki að upp­sögn ráðning­ar­samn­inga sé úti­lokuð. Það er al­veg skýrt í op­in­ber­um starfs­manna­rétti að at­vinnu­rek­anda ber að veita starfs­manni áminn­ingu ef hann brýt­ur starfs­skyld­ur sín­ar, nær ekki full­nægj­andi ár­angri í starfi eða hegðar sér að öðru leyti á þann hátt sem ekki sam­rým­ist starfi hans. Áður en til þess kem­ur þarf að hafa í huga að stjórn­end­ur hafa einnig skyldu til að leiðbeina starfs­fólki þannig að það geti sinnt starf­inu eins og til er ætl­ast og fari að öðru leyti eft­ir þeim regl­um sem gilda á vinnustaðnum. Dugi leiðbein­ing­ar ekki til að leiðrétta það sem aflaga fer get­ur þurft að grípa til áminn­ing­ar.

Stjórn­andi verður að meta hvenær starfsmaður brýt­ur af sér með þeim hætti að skylt sé að veita hon­um áminn­ingu. Þá er mik­il­vægt að þekkja þær heim­ild­ir sem eiga við og hvaða til­vik það eru sem kalla á áminn­ingu. Í ljósi ný­legra umræðna um rétt­indi starfs­fólks á op­in­ber­um vinnu­markaði er nauðsyn­legt að hafa í huga ábyrgð stjórn­enda og mik­il­vægi þess að þeir fái full­nægj­andi þjálf­un um rétt­indi og skyld­ur aðila ráðning­ar­samn­ings og ekki síður um þau úrræði sem eru fyr­ir hendi þegar á móti blæs. Áður en kem­ur til áminn­ing­ar vegna brota í starfi eða ófull­nægj­andi ár­ang­urs þarf stjórn­andi ætíð að gæta að leiðbein­ing­ar­hlut­verki sínu og leit­ast við að leysa mál­in með öðrum væg­ari úrræðum.

Ef stjórn­andi hef­ur sinnt leiðbein­ing­ar­hlut­verki sínu gagn­vart starfs­manni og gætt ákvæða stjórn­sýslu­laga við fram­kvæmd­ina án þess að starfsmaður bæti ráð sitt inn­an til­greindra tíma­marka er hægt að segja upp ráðning­ar­samn­ingi starfs­manns.

Óleyst mál sem fá að grass­era á vinnustaðnum án þess að brugðist sé við geta skapað óþarfa og skaðlega spennu á vinnustaðnum. Hér er því frest­ur svo sann­ar­lega ekki best­ur og mik­il­vægt að taka á mál­um áður en allt er komið í hnút. Þjálf­un og þekk­ing stjórn­enda er hér lyk­il­atriði. Það er góð fjár­fest­ing fyr­ir fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og stofn­an­ir að fá ör­ugga leiðsögn og þjálf­un til að standa rétt að ráðning­um og starfs­lok­um og auðvitað alls sem ger­ist þar á milli.

Að lok­um er rétt að und­ir­strika hversu mik­il­vægt það er að vanda ráðning­ar­ferli, setja fram skýr­ar vænt­ing­ar um ár­ang­ur og nýta reynslu­tíma vel því þannig má koma í veg fyr­ir vand­ræði síðar meir.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út sl. miðviku­dag.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/02/02/frestur_er_alls_ekki_a_ollu_bestur/