Á síðustu árum hafa aðilar vinnumarkaðarins samið um  styttingu vinnuvikunnar bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Leiðir sem samið er um eru með ýmsum hætti og víða eru flókin úrlausnarefni sem atvinnurekendur og starfsmenn þurfa að leysa til að koma útfærslan henti vinnustaðnum og starfseminni, og sé til hagsbóta fyrir starfsfólk.

Markmiðið með vinnutímastyttingu er meðal annars að bæta nýtingu vinnutíma og vinnustaðamenningu með það fyrir augum að stuðla að bættum lífskjörum og samræmingu vinnu og einkalífs. Til að þetta gangi eftir er mikilvægt að vanda undirbúning að breytingum og taka mið af aðstæðum á hverjum vinnustað því sama útfærsla hentar ekki alls staðar.

Það getur verið tilefni til að endurskoða það fyrirkomulag sem þegar er viðhaft á vinnustaðnum og þá er mikilvægt að þekkja kjaraumhverfi starfsmanna, vinnuskyldu og útfærslu styttingar í viðeigandi kjarasamningum.

Sérfræðingar Gott og Gilt hafa mikla reynslu og þekkingu af íslenskum vinnumarkaði og veita ráðgjöf sem gagnast við þá umbótavinnu sem stytting vinnuvikunnar kallar á innan vinnustaðarins.  Gott og Gilt getur leitt samráð og aðstoðað stjórnendur og starfsfólk við að greina þau tækifæri sem geta falist í styttri eða betri vinnutíma.