Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Með réttri umgjörð þarf öflun jafnlaunastaðfestingar eða jafnlaunavottunar ekki að vera erfitt ferli. Þessu fylgja þó nokkur formlegheit og þörf er á þekkingu á frágangi skjala, flokkun starfa og greiningu launa.

Gott og gilt getur haldið utan um verkefnið fyrir þitt fyrirtæki og annast öll samskipti við Jafnréttisstofu.

Gott og Gilt tekur að sér að hafa umsjón með jafnlaunavottun fyrirtækja og aðstoð við öflun jafnlaunastaðfestingar. Þjónustan felur í sér alla þætti ferlisins, þar á meðal samskipti við vottunarfyrirtæki ef við á. Markmiðið er að halda álagi á stjórnendur fyrirtækisins sem tengist þessu ferli, og viðhaldi þess, í lágmarki. Vottunarferli felur meðal annars í sér eftirfarandi þætti:

  • Jafnréttisáætlun og jafnlaunastefna fyrirtækis
  • Umsjón með öllum skjölum sem jafnlaunakerfið felur í sér
  • Uppsetningu á jafnlaunakerfinu í heild og reglur um eftirlit með því
  • Samskipti við vottunarstofu sem snýr að öllum þáttum kerfis
  • Skilgreining og samantekt á launaupplýsingum starfsmanna
  • Skilgreiningar á störfum og flokkun þeirra
  • Aðstoð við mat á störfum (starfsmat) – matsbreytur og útreikningar á starfsmati
  • Persónulegt mat (mat á einstökum starfsmönnum) ef áhugi er fyrir slíku
  • Uppsetning gagna fyrir jafnlaunagreiningu
  • Jafnlaunagreining með fjölbreytuaðhvarfsgreiningu
  • Skýsla með niðurstöðum fyrir fyrirtækið og vottunarstofu, sem og kynningar
  • Lýsing á breytum sem eru notaðar í greiningu og „jafnlaunakerfinu“ í heild
  • Samantekt á „úrbótum“ eða „viðbrögðum“ við jafnlaunagreiningu

Einnig er veitt aðstoð við viðhald kerfisins til frambúðar.

Gott og Gilt tekur einnig að sér að hafa umsjón með jafnlaunastaðfestingu fyrirtækja.

Jafnlaunastaðfesting er svipað ferli og jafnlaunavottun, nema hvað niðurstöður eru sendar til Jafnréttisstofu og ekki er þörf fyrir að setja upp formlegt jafnlaunakerfi og votta það. Ferlið er að öðru leyti sambærilegt – t.d. jafnlaunagreiningin og lýsing á starfsmati, starfaflokkun og matsbreytum.