Kulnun

Gott & Gilt býður upp á námskeið fyrir stjórnendur um kulnun (burnout). Kulnun er stórt vandamál í atvinnulífinu, en er gjarnan greint of seint eða rangt. Mikilvægt er fyrir stjórnendur fyrirtækja að bera kennsl á vandamálið áður en það fer of langt, og að vita hvernig á að bregðast við því. Einnig er mikilvægt að koma í veg fyrir að aðstæður skapist á vinnustað sem geta ýtt undir kulnun starfsmanna.

Námskeiðið inniheldur eftirfarandi:

  • Hvað er kulnun (burnout)?
  • Hverjir verða helst fyrir kulnun?
  • Hvernig er hægt að minnka líkur á kulnun á vinnustaðnum?
  • Hvernig er hægt að bera kennsl á kulnun starfsmanns?
  • Hvernig á að bregðast við kulnun starfsmanns?

Persónuleiki og hæfni á vinnustaðnum

Starfsfólk er mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis. Til þess að skilja þessa auðlind betur er nauðsynlegt að vera meðvitaður um eiginleika starfsmanna eins og þeir tengjast starfsemi fyrirtækisins.

Persónuleiki starfsmanna er ólíkur eftir því um hvaða starfsemi og atvinnugrein er að ræða. Einnig hafa afburða- og lykilstarfsmenn tilhneigingu til að vera öðruvísi en aðrir og hafa aðrar þarfir á vinnustað. Ákvarðanir í starfsmannamálum og skipulagsmálum á vinnustað, sem og í ráðningum og þjálfun, taka oft ekki tillit til þessara þátta. Þetta getur bæði haft neikvæð áhrif á frammistöðu, tryggð og starfsþróun starfsmanna, og skapað vandamál á vinnustaðnum.

Mikilvægt er að skilja áhrif þessara þátta til að geta brugðist við vandamálum sem koma upp, nýtt afburðastarfsfólk sem best, og komið í veg fyrir að vandamálin komi upp til að byrja með.

Gott og Gilt býður upp á stutt námsskeið fyrir stjórnendur þar sem farið er yfir þessa þætti og tekin eru dæmi um afleiðingar þess að vera ekki meðvitaður um þá.