Við aðstoðum fyrirtæki við að koma á stuttum og hnitmiðuðum starfsmannasamtölum sem tekin eru reglulega t.d. ársfjórðungslega.

Ávinningurinn af því að einfalda framkvæmd starfsmannasamtala er mikill því tími er dýrmætur. Það skiptir miklu máli að byggja upp traust milli starfsmanns og stjórnenda og ef samtölin eru árangursrík þá byggir það upp traust á milli aðila sem eru forsenda árangurs. Starfsánægja ræðst af mörgum þáttum en stór áhrifavaldur er samband starfsmanns við næsta yfirmann. Starfsmenn vilja fá endurgjöf á sín störf og vita hverjar væntingar yfirmanns eru varðandi verkefnin.

Ráðgjafar Gott og Gilt hafa mikla reynslu í hvað virkar best er kemur að starfsmannasamtölum hjá fyrirtækjum.