Það er mikilvægt fyrir  framleiðni og líðan starfsfólks að það upplifi öryggi á vinnustað sínum.  Samhliða því að uppfylla ýmsar ytri kröfur, þá er beinlínis fjárhagslega hagkvæmt fyrir fyritæki að stuðla að heilbrigðum og eftirsóttum vinnustað.

Einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi getur eyðilagt góðan vinnustað og valdið bæði beinum og óbeinum kostnaði.

——————–

Vilt þú vita af því sem er að gerast á bak við tjöldin í þínu fyrirtæki?

Margt bendir til að meirihluti tilfella um misferli, vanrækslu og óviðeigandi háttsemi innan fyrirtækja koma aldrei upp á yfirborðið þar sem starfsfólk treystir sér ekki til að láta vita af slíku og telur jafnvel að það geti  bitnað á þeim sjálfum.  Þess vegna geta stjórnendur ekki brugðist við og því mögulegt að fjármunir og þekking tapist, starfsfólk hverfi frá fyrirtækinu og rekstraráhætta fyrirtækisins aukist .

Safe Workplace (tengill) býður upp á  lausn sem auðveldar starfsfólki að láta vita um atvik af þessu tagi.  Lausnin býður starfsmönnum upp á nafnleysi í tilkynningum og samskiptum um málið  sem geta verið við regluvörð, mannauðsstjóra, öryggisstjóra eða annan stjórnanda. Með þessum hætti koma fleiri mál upp á yfirborðið og  hægt er að bregðast við strax. Öll samskiptasaga aðila er rekjanleg þó starfsmaðurinn sé varinn og nafnlaus þar til og ef hann kýs að koma fram undir nafni.  Lausnin er í boði á fjölmörgum tungumálum sem hentar vel á íslenskum vinnumarkaði í dag.

Viðbrögð fyrirtækis við tilkynningum geta t.d. verið aukin fræðsla og forvarnir, eða aðrar leiðir sem fyrirtækið ákveður.

Dæmi um atvik sem Safe Workplace lausnin hefur auðveldað úrvinnslu á eru kynferðisleg áreitni, óviðeigandi samskipti, einelti, ofbeldismál, brot á aðgangsreglum, brot á meðferð og nýtingu eigna fyrirtækja og brot á vinnureglum í viðskiptum.

Með því að fá þessi mál upp á yfirborðið er hægt að bregðast við og draga verulega úr áhættu, bótaskyldu og kostnaði.

Gott og Gilt  sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði mannauðsmála og vinnuréttar og er fulltrúi Safe Workplace á Íslandi.