Kolbeinn Finnsson

Kolbeinn hefur gegnt fjölbreyttum stjórnendastörfum innan Festi, N1 og forvera þess Olíufélagsins. Hann hefur borið ábyrgð á mannauðsmálum, upplýsingatækni, gæða- umhverfis- og sjálfbærnimálum, öryggismálum og framkvæmdum á fasteignum. Hann býr yfir víðtækri þekkingu á öllum sviðum rekstrar og sat í framkvæmdastjórn Festi í 21 ár. Kolbeinn hefur mikla reynslu í stýringu mannauðs og hefur borið ábyrgð á mannauðsmálum í rúm 20 ár. Hefur komið að mörgum breytingastjórnunarverkefnum er snúa að mannauðsmálum. Kolbeinn stýrði árangursríku sameiningarferli við kaup N1 á Festi árið 2018, sem samrunastjóri (e. Integration Director). Þá hefur Kolbeinn komið að stefnumótunarverkefnum og borið ábyrgð á innleiðingu stefnumótunar og þekkir mjög vel til margra aðferða því tengdu. Kolbeinn hefur borið ábyrgð á sjálfbærniskýrslu Festi og dótturfélaga og hefur mikla þekkingu á þessum málaflokki. Kolbeinn hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir SA auk þess að vera fyrirlesari í Háskóla Íslands, bæði í meistaranámi í mannauðsstjórnun og MBA námi.

Phone Number

6603359

Email Address

kolbeinn@gottoggilt.is