Staðgengilsáætlun er gerð til að undirbúa rekstur fyrir óvissu eða óvæntum atvikum hjá fyrirtækinu svo sem þegar starfsmenn hætta skyndilega eða veikjast. Fyrirtækið er þá með plan til að viðhalda starfseminni og hefur skilgreint hver tekur við sem staðgengill viðkomandi. Sá staðgengill hefur þá fengið þjálfun til að takast á við nýtt hlutverk.
Verkefnið skiptist í 4 þætti.
- Tilgreina lykilstarfsfólk, lykilstörf og kjarnaþekkingu
- Velja staðgengla út frá þekkingu og getu
- Skipuleggja starfsþróun, þekkingaryfirfærslu og mat á árangri
- Útbúa staðgengilsáætlun og undirbúa innleiðingu
Ráðgjafar Gott og Gilt hafa reynslu á þessu sviði.