Gott og gilt aðstoðar fyrirtæki við að straumlínulaga sjálfbærniupplýsingar í samræmi við kröfur laga um ársreikninga sem og þær kröfur sem væntanlegar eru frá Evrópu. 

Í Evrópu er nú í bígerð breytt gildissvið reglugerðar um sjálfbærniupplýsingar. Þó gildissviðið verði þrengra en upphaflega var áformað, má gera ráð fyrir að fjölmörg íslensk fyrirtæki þurfi engu að síður að afhenda upplýsingar  til viðskiptavina sinna sem hluti af  aðfangakeðju stærri fyrirtækja. Stærri fyrirtæki sem falla undir reglugerðina munu kalla eftir slíkum gögnum frá smærri fyrirtækjum. 

Því munu mörg fyrirtæki á Íslandi þurfa að halda utan um og miðla sjálfbærniupplýsingum sem uppfylla alþjóðlega staðla. 

Sérfræðingar Gott og gilt aðstoða fyrirtæki við að: 

  • greina áhrif þess á sjálfbærniþætti (umhverfislegir og félagslegir þættir auk stjórnarhátta) 
  • greina hvaða upplýsingum þarf að safna og hvernig þeim er miðlað 
  • aðlaga núverandi upplýsingagjöf að stöðlum ESRS/EFRAG  
  • koma á verklagi sem einfaldar árlega skýrslugjöf. 

Markmiðið er að fyrirtækið þitt sé undirbúið áður en krafan kemur – og geti jafnframt notað upplýsingarnar til að byggja upp traust og sýna fram á ábyrgð gagnvart viðskiptavinum og samstarfsaðilum. 

 

Aðstoð G&G getur falist í : 

  • að kortleggja áhrif fyrirtækisins út á við og áhættu inn á við. 
  • hjálp við að forgangsraða og setja mælanleg markmið, ekki bara CO₂ heldur líka jarðveg, vatn, samfélagsáhrif, mannréttindi í virðiskeðju o.s.frv. 
  • val á lausn til að halda utan um UFS gögn   
  • aðlaga núverandi upplýsingagjöf að VSME staðli EFRAG sem samræmist CSRD