Mörg fyrirtæki hafa ekki sérstakan starfsmann til að sinna stjórnunarkerfi sínu – hvort sem um ræðir öryggi-, gæði- eða vernd.
Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki getur verið hagkvæmt að fá sérfræðing inn reglulega eða tímabundið, sérstaklega þegar vinna þarf stór eða tímafrek verkefni.
Sérfræðingur til leigu:
- Veitir fyrirtækinu faglega aðstoð við að uppfylla kröfur laga og reglugerða,
- Léttir á stjórnendum og starfsfólki,
- styrkir skilvirkni stjórnunarkerfis og bætir bæði gagnasöfnun og upplýsingagjöf til stjórnenda.
Þjónustan er sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis og við styðjum við:
- gerð og viðhald skjala,
- áætlanir (úttektir, hæfni, þjálfun, viðbrögð o.fl.),
- innri úttektir
- ráðgjöf, þjálfun og stuðning í öllum þáttum stjórnunarkerfis.
Sérfræðingur í stjórnunarkerfum til leigu er:
- fastur tengiliður sem setur sig inn í hvað skiptir mestu máli í rekstrinum,
- aðgengilegur þegar þarf og tryggir að kerfið virki fyrir fyrirtækið, en ekki öfugt.