Fjarvera starfsmanna vegna veikinda hefur áhrif á vinnustaðinn og getur valdið auknu álagi á annað starfsfólk
Veikindafjarvistir tengjast bæði heilsu og líðan einstaklinga sem og þeim kröfum sem gerðar eru á vinnustaðnum. Gott skipulag og skýrar væntingar á vinnustað, öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi hefur góð áhrif og með skýrri stefnu í málaflokknum auk verklagsreglna um fjarvistamál má hafa jákvæð áhrif á fjarveru frá vinnu.
Sérfræðingar Gott og Gilt veita faglega ráðgjöf um réttindi og skyldur í þessum málaflokki og veita ráð um hvernig nálgast má þessi viðkvæmu mál.