Væntanleg eru ný lög um viðnámsþrótt fjármálamarkaðar sem munu innleiða DORA (ESB reglugerð 2022/2554) hér á landi. Reglugerðin setur skýrar kröfur til fjármálafyrirtækja um stýringu áhættu vegna upplýsinga- og fjarskiptatækni, viðbragðsáætlanir, tilkynningarferli og eftirlit með þriðju aðilum.
Með því að undirbúa sig tímanlega geta fyrirtæki komið sér upp skýrum og gagnsæjum ferlum, styrkt þekking og reynslu innan fyrirtækisins og aukið traust viðskiptavina og eftirlitsaðila.
Gott og gilt aðstoðar við:
- stöðumat og greiningu á núverandi stöðu,
- afmörkun umfangs og gerð stefnuáætlunar,
- áhættustýringu (áhættumat og hættugreiningu),
- mótun og aðlögun skjala og ferla (tilkynningarferli, birgjastjórnun, hæfnisáætlanir o.fl.),
- ráðgjöf, þjálfun og stuðning í öllum þáttum innleiðingar.
Þjónustan er sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis og samþætt núverandi stjórnunarkerfum.
Sérfræðingar Gott og gilt búa yfir
- þekkingu og reynslu á að vinna með kröfur laga, reglugerða og staðla
- hæfni til að samræma kröfur laga og reglugerða í skýra og hagnýta ferla
- skilningi á að innleiðing þarf að vera markviss og raunhæf fyrir daglega starfsemi
- reynslu til að tryggja að stjórnunarkerfið gagnist starfseminni