Reyndir ráðgjafar

GOTT & GILT

Saman náum við betri árangri

image
image
image
Fagleg ráðgjöf fyrir þinn rekstur

Gott & gilt hefur á að skipa öflugu teymi sem getur komið að ráðgjöf og þjónustu á sviði mannauðsstjórnunar, stjórnunar launakostnaðar og túlkun á kjarasamningum og vinnulöggjöf. Þjónustan byggir á langri reynslu og þekkingu á íslenskum vinnumarkaði. Við leggjum áherslu á einfaldar og skilvirkar leiðir sem stuðla að betri rekstrarárangri.

Góð ráð hjá

GOTT

& GILT

Fagleg ráðgjöf

Góð blanda sérfræðinga sem leita einfaldra

og skilvirkra leiða fyrir þitt fyrirtæki eða stofnun.

Ráðgjafar okkar hafa áralanga reynslu bæði við ráðgjöf og stjórnun í íslenskum fyrirtækjum og leggja áherslu á skilvirkar leiðir að settu marki.

Hildur Björg Hannesdóttir

Yfir 20 ára reynsla af mótun og viðhaldi stjórnunarkerfa fyrir gæði, öryggi og vernd. Sem öryggis- og gæðastjóri Isavia ANS bar hún ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi stjórnunarkerfis fyrir starfsleyfi flugleiðsögu og vottorði fyrirtækis vegna þjálfunar flugumferðarstjóra. Sérsvið í ráðgjöf er umsjón, þjálfun og fræðsla í öllu sem varðar stjórnunarkerfi s.s. úttektir, áhættumat, hættustjórnun, atvikatilkynningar, rótargreiningu, þjálfunaráætlanir, hæfniáætlanir, viðbragðsáætlanir og breytingastjórnun. Mikil reynsla í að greina og vinna með staðla, evrópskar og íslenskar reglugerðir og lög m.a. fyrir GDPR, NIS, ERM, upplýsingaöryggi, raforkuvirki, flugleiðsögu og flugvelli.

Kristín Þóra Harðardóttir

Lögfræðingur með meistaragráðu frá Háskóla Íslands og BA gráðu í heimspeki. Kristín Þóra sinnir verkefnum fyrir Gott og gilt sem sjálfstæður ráðgjafi um vinnurétt og túlkun kjarasamninga en hún hefur langa reynslu af ráðgjöf um vinnurétt bæði á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði.

Kolbeinn Finnsson

Kolbeinn hefur gegnt fjölbreyttum stjórnendastörfum innan Festi, N1 og forvera þess Olíufélagsins. Hann hefur borið ábyrgð á mannauðsmálum, upplýsingatækni, gæða- umhverfis- og sjálfbærnimálum, öryggismálum og framkvæmdum á fasteignum. Hann býr yfir víðtækri þekkingu á öllum sviðum rekstrar og sat í framkvæmdastjórn Festi í 21 ár. Kolbeinn hefur mikla reynslu í stýringu mannauðs og hefur borið ábyrgð á mannauðsmálum í rúm 20 ár. Hefur komið að mörgum breytingastjórnunarverkefnum er snúa að mannauðsmálum. Kolbeinn stýrði árangursríku sameiningarferli við kaup N1 á Festi árið 2018, sem samrunastjóri (e. Integration Director). Þá hefur Kolbeinn komið að stefnumótunarverkefnum og borið ábyrgð á innleiðingu stefnumótunar og þekkir mjög vel til margra aðferða því tengdu. Kolbeinn hefur borið ábyrgð á sjálfbærniskýrslu Festi og dótturfélaga og hefur mikla þekkingu á þessum málaflokki. Kolbeinn hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir SA auk þess að vera fyrirlesari í Háskóla Íslands, bæði í meistaranámi í mannauðsstjórnun og MBA námi.

Gísli Á. Gíslason

Sálfræðingur frá Háskóla Íslands og með Masterspróf í taugasálfræði frá Rice University. Hann hefur unnið við launarannsóknir og greiningar síðustu 15 ár, þar á meðal við launakönnun Intellecta. Einnig hefur hann hannað árangurslaunakerfi, unnið að uppbyggingu launakerfa fyrirtæka, gert mat á launum starfsmanna og stjórnarmanna og framkvæmt aðrar greiningar á launum innan fyrirtækja og launamarkaðnum í heild.

Viðskiptavinir okkar
Fréttir og áhugavert efni
  • November 28, 2023

KOLBEINN FINNSSON KEMUR TIL GOTT OG GILT.

Kolbeinn Finnsson hefur gengið til liðs við ráðgjafateymi Gott og gilt.  Kolbeinn kemur frá Festi hf þar sem hann starfaði...

  • March 6, 2023

MINNI VINNA OG MEIRA FRÍ – MARKMIÐIÐ MEÐ STYTTRI VINNUVIKU?

Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnuvikunnar bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Leiðirnar sem samið var um eru...

Hafðu Samband

Það gæti sparað þér mikla vinnu